Leiðréttum stefnuna

Ég er viss um að mörg hetja búsáhaldabyltingarinnar er þreytt um þessar mundir þegar hún hugsar til baka til kaldra daga fyrir utan alþingi, táragass og piparúða og allrar þessarar baráttu sem bar engan ávöxt, því núverandi ríkisstjórn tók bara upp þráðinn frá þeirri fyrri og hélt áfram með sama prógrammið.

Hvað má læra af þessu? 

Það er ekki nóg að krefjast þess að kjósa á ný.  Það er ekki nóg að fá eitthvað leikrit þar sem leitað er að sökudólgum sem hægt er að krossfesta af sérstökum hrun-saksóknara, sem starfar í skjóli föðurlegs ríkissaksóknara.  Það er ekki einu sinni nóg að fangelsa hundrað bankamenn, alvöru glæpamenn, því það lagar ekki stefnuna fyrir okkur inn í framtíðina.

Við þurfum að vita hvert við viljum fara áður en við heimtum farmiðann.

Hér eru efnahagstillögur Webster Tarpley fyrir Ísland.  Það er margt vitlausara en þetta.

 


mbl.is Kvittað fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband