Flensusöngur

Er ég eini Íslendingurinn sem er orðinn þreyttur á þessum svína söng?  Á hverjum degi ný frétt, margar nýjar fréttir.  Shock-'n'Awe herferð gegn fólki í boði lyfjafyrirtækja.  Fær mbl borgað fyrir þetta?

Það er allavega að virka.  80% íslenskra heilbrigðisstarfsmanna var búinn að taka sprautuna.  Það er á skjön við aðra Evrópubúa, sem ekki eru jafn trúgjarnir, jafn fúsir í taumi.  Kannski var það ekkert skrítið að við urðum fremst í svindlfyrirtækjum, enginn sá neitt skrítið, öll gagnrýni slegin út af borðinu með vel fjármögnuðum fjölmiðlum og sérfræðingum...

Í Þýskalandi var ekki mikill áhugi á bólusetningu, en ekki jókst hann við fréttir um að frú Merker, ráðherrar hennar og herinn fái annað bóluefni, bóluefni sem ekki hefur hið sauðmeinlausa kvikasilfur (skv íslenskum fjölmiðlum), né önnur stórfurðuleg aukaefni.

http://www.spiegel.de/wissenschaft/medizin/0,1518,655764,00.html

75% Finna vilja ekkert með bóluefnið hafa

http://sikainfluenssa.biz/628/poll-75-of-finns-dont-want-the-swine-flu-vaccine

Á meðan heldur flensusöngurinn áfram á Íslandi, dag eftir dag...

 


mbl.is Framleiðsla á eftir áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband